Töluverðar lækkanir hafa verið í kauphöllinni síðan markaðir opnuðu í morgun, og hafa flestöll félög sem viðskipti hafa verið með lækkað í verði, að Eik fasteignafélagi undanskildu, en bréf félagsins hafa hækkað í morgun um 0,08% upp í 12,82 krónur hvert bréf í 58 milljón króna viðskiptum.

Þegar þetta er skrifað hefur N1 lækkað mest, eða um 5,33% í 92 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 106,50 krónur.

Næst mesta lækkunin hefur svo verið á bréfum Icelandair eða um 3,37% í 105 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 13,77%. En þar á eftir kemur svo hitt olíufélagið í kauphöllinni, Skeljungur með 2,83% lækkun í 41 milljón króna viðskiptum. Er gengi bréfa olíufélagsins, sem eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun , hefur hafið samningaviðræður um kaup á bréfum Basko, móðurfélags 10-11 sem sér um smásöluverslanir á stöðvum félagsins.

Þar á eftir koma bréf Haga, sem hafa lækkað um 2,59% í 72 milljón króna viðskiptum og standa bréf félagsins nú í 52,60 krónum. Mest viðskipti hafa svo verið með bréf Reita fasteignafélags, eða fyrir 112 milljónir, en bréfin hafa lækkað um 2,29% og fást nú fyrir 106,50 krónur.