Nýsköpunarfyrirtækið Klang Games sem meðal annars var stofnað af Íslendingunum Oddi Snæ Magnússyni og Ívari Emilssyni tilkynnti að það hefði fengið nýja fjárfesta að borðinu fyrir andvirði 5 milljónir dala eða sem nemur tæplega 500 milljónum króna að því er Northstack greinir frá.

Starfsemi Klang fer fram í Berlín en það hefur notið stuðnings frá reyndum einstaklingum í tæknigeiranum á borð við Davíð Helgason, stofnanda Unity og Aðalsteins Óttarssonar, þróunarstjóra Riot Games og fyrrum starfsmanni CCP.

Fjárfestingin kemur frá nokkrum fjárfestum, VC Makers Fund, Firstminute Capital, Neoteny, Mosaic Ventures og Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors.