Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, sagði í viðtali við fréttastofu Bloomberg að hann teldi neikvæða stýrivaxtastefnu seðlabanka um heim allann hafa neikvæð og brenglandi áhrif á fjárfestingarmynstur.

„Ég myndi ekki kalla áhrifin hættuleg, en þau eru vissulega ekki til þess fallin að ýta undir framleiðni,” sagði Greenspan og vísar þá til þeirra áhrifa sem neikvæðir stýrivextir hafa. „Helsta áhyggjuefnið hvað þetta varðar er að yfir langan tíma brenglar stýrivaxtastefnan fjárfestingarmynstur raunfjárfestinga.”

Seðlabankar á evrusvæðinu, Sviss, Japan, Svíþjóð og Danmörku hafa allir stillt stýrivöxtum sínum niður í neikvæðar upphæðir - sem þýðir að bankarnir taka greiðslur fyrir innlán sem eru tekin inn í staðinn fyrir að greiða vexti á þá.

Greenspan verður níræður eftir fimm daga, en hann telur fjárfestingu vera að ná lágmarki - sem grefur undan framleiðni fyrirtækja og dregur úr hagvexti til langs tíma litið.