Einn af aðalhönnuðum Boeing 737 Max og fyrrum starfsmaður flugvélaframleiðandans neitar að afhenda gögn til rannsóknaraðila flugslysana tveggja sem rakin eru til galla í hönnun vélanna. Starfsmaðurinn ber fyrir sig fimmtu grein Bandarísku stjórnarskrárinnar sem veitir einstaklingum rétt til þess að svara ekki spurningum sem gætu valdið þeim skaða. Frá þessu er greint í dagblaðinu The Seattle Times .

Að bera fyrir fimmtu greininni til þess að komast hjá vitnaleiðslu er oft á tíðum talið til marks um sekt viðkomandi. Hins vegar er sjaldgæft að fimmta greininn sé notuð til þess að afhenda ekki umbeðin gögn. Segir í grein Seattle Times að ástæða starfsmannsins kunni að vera hluti af eðlilegum samskiptum verjanda og saksóknara.

Starfsmaðurinn, Mark Forkner, var áður aðalflugmaður í tækniþróunardeild Boeing en starfar nú sem flugmaður fyrir Southwest Airlines. Samstarfsmenn Forkners hafa greint frá því að hann hafi verið áhyggjufullur um að ná ekki að klára verkefni sín í tæka tíð vegna mikillar tímapressu og hafi leitað til samstarfsfélaga í leit að aðstoð. Hann hafi því farið framm á að búnaðurinn, sem er talinn hafa valdið slysunum, yrði ekki hluti af leiðbeiningum sem flugmenn vélanna yrðu að kunna skil á, en flugmálayfirvöld samþykktu beiðini hans.