Netflix mun draga úr myndgæðum á því sjónvarpsefni sem í boði er inni á streymisveitunni næstu 30 daga, til að minnka álagið á netþjónustum. BBC greinir frá þessu.

Stór hluti af Evrópu ver flestum stundum heima við vegna kórónuveirufaraldursins og margir því gripið til þess að stytta sér stundir yfir Netflix. Því hefur áhorf aukist verulega, með tilheyrandi álagi á internetkerfi.

Sjá einnig: Internetið að klárast

Að sögn Netflix mun þessi aðgerð gera það að verkum að streymisveitan noti 25% minna gagnamagn en venjulega. Einnig er tekið fram að þetta ætti ekki að valda áhorfendum miklu hugarangri, þar sem myndgæðin verði enn mjög góð.