Fyrirtækið Peloton, sem framleiðir spinning hjól, stendur núna í 550 milljón dollara fjármögnun. Það á að vera síðasta fjármögnun fyrirtækisins áður en það skráir sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. WSJ greinir frá.

Það sem greinir spinning hjól Peleton frá öðrum slíkum hjólum, er sú staðreynd að notendur geta nálgast útsendingar frá spinning tímum á sérstökum skjá sem er á hjólinu. Fyrirtækið er með sérstakt myndver í New York þar sem spinning kennslutímar eru teknir upp og viðskiptavinir geta svo nálgast útsendingarnar á hjólinu heima hjá sér.

John Foley, forstjóri Peloton, segir að búast megi við því að fyrirtækið muni skrá sig á markað á næsta ári.

Fyrirtækið hefur verið metið á 4.15 milljarða dollara af fjárfestingafélaginu TCV.