Stærstu tæknifyrirtæki heims hafa keypt smærri keppinauta sína á methraða í ár og hafa þegar slegið fyrra met .
Frá síðustu áramótum hafa tæknifyrirtæki eytt í það minnsta 264 milljörðum dala í að taka yfir mögulega samkeppnisaðila, sem hafa verðmöt undir einum milljarði dala, samkvæmt greiningu Financial Times . Það tvöfalt meira en á fyrra metárinu 2000, í netbólunni (e. Dotcom bubble),

Alls hafa tæknifyrirtæki gengið frá kaupum á 9.222 sprotafyrirtækjum, þ.e. viðskiptum undir einum milljarði dali. Það er um 40% fleiri sambærileg viðskipti en árið 2000.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þó haft viðskipti stóru tæknifyrirtækjanna undir smásjánni og ýmsir þingmenn og eftirlitsaðilar þar í landi ásakað þau um að hindra samkeppni. Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna, FTC er enn með kaup Facebook á samfélagsmiðlinum Instagram og samskiptaforritinu Whatsapp til skoðunar. Stofnunin segist tilbúin að hefja rannsóknir á yfirtökum, þrátt fyrir að drjúgur tími hafa liðið frá kaupum. Hún hafi völd til að vinda ofan af samningum sem hún telur ólöglega.

Alríkisviðskiptastofnunin birti í síðustu viku niðurstöður úr rannsókn á yfirtökum og samrunum á árunum 2010-2019. Þar kom fram að Apple, Facebook, Amazon, Google og Microsoft hafi á þessum áratug gert 819 yfirtökur sem ekki voru tilkynningarskyldar en viðskipti undir 92 milljónum dala þurfa ekki að vera tilkynnt til bandarískra eftirlitsstofnana.

Lina Khan, formaður FTC, sagði að rannsóknin varpaði ljósi á það hvernig netrisarnir notuðu yfirtökur kerfislega til að útrýma framtíðarkeppinautum.

Tæknirisarnir fimm kauptu alls 616 fyrirtæki, sem voru verðlögð yfir einum milljarði dala. Meira en 75% þessara yfirtaka fólu í sér skuldbindingar til stofnenda og lykilstarfsmanna að taka ekki þátt í samkeppni í kjölfar viðskiptanna (e. non-compete clauses), samkvæmt skýrslu FTC. Um 40% fyrirtækjanna höfðu starfað í færri en fimm ár áður en þau voru keypt.

Microsoft er sagt hafa verið umsvifamest af framangreindum fimm tæknirisum í kaupum á smærri fyrirtækjum. Amazon fylgdi þar á eftir.