Það er vart hægt að gera of mikið úr breyttum lífsháttum, sem siglt hafa í kjölfar netvæðingarinnar, en þá má vel lesa úr súluritinu að ofan um daglega notkun stafrænna miðla.

Tölurnar eru byggðar á reglulegum könnunum vestanhafs, en þar verja menn ríflega fjórðungi lífsins við stafræna miðla. Síðan sofa menn í 8 tíma, svo það eru um 40% vökustunda!

Þar er greinilegast hvað símar hafa rutt sér mikils rúms, nær öll aukningin liggur þar meðan fólk dvelur minna við tölvurnar og „önnur tæki“ eru nokkuð stöðug, en þar undir felast m.a. leikjatölvur. Þar fyrir utan er hins vegar megnið af sjónvarpsáhorfi.