Samkeppniseftirlitið samþykkti á dögunum kaup norska félagsins Orkla ASA á 20% eignarhlut í Nóa Síríusi. Taldi eftirlitið að um samruna í skilningi samkeppnislaga væri um að ræða en ekki væri ástæða til að hafast frekar að í málinu. Í greinargerð með úrskurðinum má lesa um fjárfestingar Orkla á Ísland og ljóst að umsvif Norska félagsins hafa vaxið hratt og eru orðin orðin töluverð.

Orkla sannkallað stórfyrirtæki á alþjóðlega vísu. Það er skráð í Kauphöllinni í Osló og höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló, Noregi. Þann 31. desember 2018 hafi starfsmenn Orkla verið 18.510 talsins og velta félagsins árið 2018 var 40,8 milljarðar norskra króna eða jafngildi 550 milljarðar íslenskra króna. Félagið ræður yfir hundruð vörumerkja og meðal þeirra eru TORO, Felix, Abba og Den Gamle Fabrik.

orkla vörumerki
orkla vörumerki

Sú starfsemi Orkla á Íslandi sem á sér lengsta sögu felst í framleiðslu neysluvara sem fluttar hafa verið inn til landsins um árabil. Þannig hefur félagið staðið í sölu og dreifingu hér á landi á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði.

Síðastliðin áratug hefur viðskiptasvið Orkla ráðist í töluverðar fjárfestingar hér á landi og haslað sér völl á ýmsum sviðum matvælaframleiðslu hér á landi.

Orkla ferð þannig með 80% eignarhlut í bakaríinu Gæðabakstri sem er stærsti framleiðandi brauðmetis hér á landi. Þekkt vörumerki í eigu Gæðabakstur er til að mynda Ömmubakstur, Breiðholtsbakarí, Stellu rúgbrauð, Ekta, Hús bakarans o.s.frv..

Gæðabakstur rekur einnig Kristjánsbakarí sem hefur með höndum rekstur bakaría á Akureyri auk framleiðslu og sölu á brauðmeti í heildsölu.

Orka er sömuleiðis meirihlutaeigandi í Kjarnavörum sem er framleiðslufyrirtæki á sviði matvæla og framleiðir í kringum 490 vörutegundir aðallega fyrir íslenskan neytendamarkað. Meðal þekktustu vörumerkja Kjarnavara hf. má nefna Ljóma smjörlíki, Úrvals sósur og Vals Tómatsósa.

Ísbúð Vesturbæjar er dótturfélag í eigu Kjarnavara en félagið rekur fimm ísbúðir á Höfuðborgarsvæðinu.

Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn er jafnframt í meirihlutaeigu Kjarnavara.

Loks fer Kjarnavörur með yfirráð í félaginu Nonna litla sem framleiðir og selur m.a. kaldar sósur.

Stærsta fjárfesting Orkla hér á landi hingað til eru kaupin á fimmtungshlut í Nóa Síríus sem er rótgróið íslenskt félaga og fangar 100 ára afmæli á næsta ári. Fyrir kaupinn var Orkla með allt að 5% markaðshlutdeild á íslenska sælgætismarkaðinum með innfluttu vörum félagsins undir vörumerkjunum Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.  Markaðshlutdeild Nóa Síríus er allt að 25% en félagið framleiðir og selur m.a. Nóa kropp, Nóatrítla, Nóa nammi, o.s.frv.