Íslenska hugvits- og tæknifyrirtækið Nox Medical hlaut í dag útflutningsverðlaun Forseta Íslands. Verðlaunin voru þá veitt í 28. skiptið. Þau eru veitt einstaklingum sem þykja með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð.

Nox Medical hlaut verðlaunin fyrir að hafa náð einstökum árangri á heimsvísu í þróun og smíði lækningavara sem notaðar eru til greiningar á svefntruflunum. Stofnendur Nox Medical eru sjö verkfræðingar sem h0fðu áður starfað við h0nnun lækningavara. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en nú vinna um 50 manns fyrir það.

Tekjur Nox Medical koma nær alfarið frá því að flytja út vörur fyrirtækisins. Frá árinu 2012 hefur vöxtur fyrirtækisins verið ör - en það hefur tífaldað veltu sína frá þeim tímapunkti. Á síðasta ári var velta fyrirtækisins ríflega 1,5 milljarðar króna en það hefur skilað um 5 milljörðum í formi gjaldeyristekna til þjóðarbúsins.