Heilbrigðismál verða í forgrunni þegar kemur að forgangsröðun fjármuna ríkisins. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna en það er stærsta einstaka hækkun útgjalda og hafa þau þá vaxið um ríflega 31% að raungildi frá 2017.

Sé litið lengra aftur hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist um 75% á árunum 2010 til 2022, úr ríflega 171 milljörðum ríflega 300 milljarða. Um er að ræða 4,8% árlegan raunvöxt að jafnaði.

Þegar eingöngu er litið til Landspítalans nemur útgjaldaaukningin tæplega 74% milli sömu ára. Hún hefur farið úr 48,1 milljarði króna árið 2010 í 83,7 milljarða árið 2022.

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,6 milljarða króna framlagi til að auka enn getu Landspítalans til að bregðast við heimsfaraldrinum. Ráðist verður í opnun sex hágæslurýma, 30 nýrra endurhæfingarrýma og komið á fót sérstakri farsóttardeild í Fossvogi.