Sumir hafa undrast hin skjótu umskipti í fjölmiðlun nútímans, en það ætti varla að koma mönnum á óvart þegar höfð eru í huga hin miklu og öru umskipti í tækni og neyslu. Að ofan má sjá áætlanir um sölu vinsælla raftækja á heimsvísu á síðasta ári.

Sem sjá má eru leikjatölvur og myndavélar nánar apparöt fyrir jaðarhópa. Þegar litið er til sölu á almennum raftækjum eins og sjónvarpstækjum og einkatölvum — hvort tveggja einkar algeng viðmót fjölmiðlaefnis — við hliðina á sölu farsíma og snjallsíma, þá þarf engum að koma á óvart þó að fjölmiðlunin breytist ógnarhratt og aðlagist þessum nýju miðlum í hvers manns vasa.