Stjórn Vestfjarðastofu hefur ákveðið að ráða Sigríði Kristjánsdóttur sem framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu.

Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst segir í fréttatilkynningu. Sigríður hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sigríður er gift og nýtur barnaláns. 17 umsóknir bárust um starfið. Hagvangur hélt utan ráðningarferlið, fyrir hönd stofunnar.

Það er meðbyr með stofnun Vestfjarðarstofu að fá jafn margar góðar umsóknir um starf framkvæmdastjóra. Vestfjarðastofa þakkar öllum umsækjendum fyrir og óskar þeim hamingju og farsældar í framtíðinni segir í fréttatilkynningunni.

Vestfjarðarstofa hefur miklar væntingar til starfa Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, hlakkar til samstarfsins og óskar Vestfirðingum til hamingju með öflugan liðsmann.