Nýr Porsche Macan sportjeppi var frumsýndur hjá Bílabúð Benna á dögunum. Macan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 og hefur síðan notið mikillar velgengi og vinsælda.

Macan hefur verið frábær viðbót við flotta vörulínu þýska sportbílaframleiðandans. Macan hefur verið til í nokkrum útfærslum sem hinn hefðbundni Macan, en einnig Macan S, Macan GTS og Macan Turbo.

Útlit hins nýja Macan hefur tekið nokkrum breytingum og er jafnvel enn sportlegra en áður. Hann er léttari en áður, með nýjar vélar og staðalbúnað sem er afar ríkulegur. Macan hefur ávallt þótt mjög sportlegur í akstri. Þannig minnir aksturinn minnir meira á sportbíl en sportjeppa. Þetta er svo sem í genunum hjá Porsche.

Nýr Macan S er með 354 hestafla vél sem skilar bílnum úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 5,1 sekúndu með Chrono pakkanum. Hámarkshraði Macan S er 254 km/klst.