Subway opnaði á dögunum nýjan veitingastað að Laugavegi 86. Staðurinn er 120 fm að stærð og er tuttugasti og fjórði Subway staður landsins.

„Við erum mjög ánægð með að opna þennan nýjan stað á Laugavegi og getað þar með þjónustað viðskiptavini okkar í miðborginnni betur með því að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Fyrir erum við með veitingastað í Bankastræti sem er mjög vinsæll. Nýi staðurinn á Laugavegi hefur fengið góðar viðtökur á fyrstu dögunum og aðsókn verið mjög góð. Subway staðirnir eru nú orðnir 24 talsins á landinu. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er að finna Subway veitingastaði í Keflavík, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Egilsstöðum," segir Fríða Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Subway.

„Subway hefur séð um að gleðja svanga Íslendinga í rúma tvo áratugi sem vilja að saman fari hollusta og ljúfur skyndibiti," segir Fríða jafnframt.