Lyfsalinn hefur opnað nýtt apótek við hlið Orkunnar við Vesturlandsveg. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Um er að ræða hefðbundið apótek en með fjórum bílalúgum, auk þess sem þeir sem það vilja geta komið inn. Opnunartíminn verður langur og geta viðskiptavinir Lyfsalans því nálgast lyfin sín, eða aðra vöru, frá kl. 10 á morgnana til 10 á kvöldin alla daga vikunnar.

„Boðið er upp á fjölda opnunartilboða sem gilda bæði í Glæsibænum og á Vesturlandsvegi til miðvikudagsins 29. júlí. Lyfsalinn mun kappkosta að bjóða hraða og góða þjónustu og lofar ljúfu og góðu viðmóti. Fólk er hvatt til að renna við og fá lyfin, eða annað sem Lyfsalinn hefur upp á að bjóða, beint í bílinn. Apótek Lyfsalans í Glæsibæ er áfram opið frá 8.30 til 18 virka dag," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.