Tveir nýir framkvæmdastjórar taka við starfa hjá Reiknistofu bankanna en það eru þeir Aðalgeir Þorgrímsson sem verður nú framkvæmdastjóri Sérlaunsna og Jón Helgi Einarsson sem verður framkvæmdastjóri Kjarnalausna.

Nýtt skipulag mun taka gildi 1. október næstkomandi hjá RB og er það í kjölfar endurskoðaðrar stefnu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB.

Jón Helgi Einarsson nýr framkvæmdastjóri Kjarnalausna RB.

Jón Helgi Einarsson nýr framkvæmdastjóri Sérlausna RB
Jón Helgi Einarsson nýr framkvæmdastjóri Sérlausna RB
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Helstu markmiðin með nýju skipulagi er að setja aukna áherslu á þarfir viðskiptavina sem og að efla þróun og nýsköpun. Ábyrgð á tekjum og afkomu verður dreifðari og áhersla á aukna hagkvæmni og öryggi reksturs tryggt með öflugum stoðsviðum.  Einnig er í nýju skipulagið horft til þess að RB er þessa dagana að innleiða ný kjarnakerfi fyrir innlánastarfssemi og greiðslur, en kerfin verða megin burðarlag viðskiptabankastarfssemi á Íslandi.  Nýtt skipulag er liður í undirbúning félagsins á því á að kerfin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs“ er haft eftir Friðrik Þór Snorrasyni, forstjóra Reiknistofu bankanna.

Hið nýja skipulag samanstendur af þremur lausnasviðum Sérlausnum, Kjarnalausnum og Rekstrarlausnum, sem bera ábyrgð á tekjum og afkomu félagsins, og þremur stoðsviðum Tæknistjórn, Fjármála- og verkefnastjórn og Mannauðs- og markaðsstjórn.

„Auk þeirra tveggja er framkvæmdastjórn RB skipuð Friðriki Þór Snorrasyni forstjóra, Ingibjörgu Arnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjármála- og verkefnastjórnar, Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra Mannauðs- og markaðsstjórnar, Þorsteini Björnssyni framkvæmdastjóra Tæknistjórnar og Magnúsi Böðvari Eyþórssyni framkvæmdastjóra Rekstrarlausna“ segir enn fremur í tilkynningunni.