Gamlársdagur er á mánudegi og þar með er hægt að fara í fjögurra nótta ferðalag í kringum áramótin ef flogið er út um þarnæstu helgi og heim á nýársdag. Þó nú séu innan við 2 vikur í brottför þá þarf farmiðinn ekki að kosta svo mikið ef stefnan er sett á evrópska höfuðborg eins og samantekt frá vefsíðunni Túrista sýnir.

Amsterdam

Með Icelandair til Hollands á laugardagsmorgni og heim á nýársdag fyrir 25.774 kr.

Búdapest

Flogið með Wizz Air til Ungverjalands þann 29. desember og heim eldsnemma á nýársdagsmorgun fyrir 18.511 kr.

Edinborg

Þota easyJet leggur í hann sunnudaginn 30. desember og svo haldið til Íslands um kaffileytið á nýársdag. Báðar leiðir 28.599 kr.

London

Út á laugardeginum 29. desember með easyJet og heim á nýársdag með WOW fyrir 17.686 kr.

Berlín

Með Icelandair eða WOW til þýsku höfuðborgarinnar á laugardeginum og heim á nýársdag og farið með báður félögum um 29 þúsund kr.

Dublin

Haldið til írsku borgarinnar með WOW air að morgni laugardags og heim á nýársdag fyrir 27.251 kr.