Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem mörgum ofbýður orðbragð og skefjaleysi hinna „virku í athugasemdum“, þeirra sem gera athugasemdir neðanmáls á þeim fréttavefjum, sem það bjóða. Slíkar athugasemdir geta vissulega verið nytsamlegar, en oftar taka menn sjálfsagt eftir hinu: offorsi, sví­virðingum og vaðli.

Þegar mikið kveður að því er vandséð hvaða gagn er af þeim, enda hefur töluvert borið á því undanfarin misseri, að fréttamiðlar hafi fjarlægt eða falið athugasemdaviðbæturnar. Yfirleitt hafa þær skýringar verið gefnar að miðlarnir hafi haft af þeim margvíslegan ama og skömm, heimildamenn séu tregari til við­ tals ef þeir uppskeri svívirðingar fyrir o.s.frv. Loks benda menn á að félagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter séu eðlilegri vettvangur athugasemda.