Þingmenn í neðri deild breska þingsins munu ekki greiða atkvæði um útgöngusamning ríkisstjórnar Boris Johnson við Evrópusambandið líkt og til stóð. Breytingartillaga Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum í september var samþykkt. Í henni fólst að breska þingið þyrfti að þingið þyrfti fyrst að samþykkja allar lagabreytingar sem til þyrfti til að láta útgöngu verða að veruleika áður atkvæði verði greidd um sjálfan samninginn.

Neðri deildin hafði rætt málið í fimm klukkustundir í dag á sínum fyrsta þingfundi á laugardegi í 37 ár.

Johnson er nú skylt að leggja fram beiðni við Evrópusambandið um að fara fram á að útgöngu Breta verði frestað á ný, nú til 31. janúar 2020. Talsmaður Johnson segir að hann muni hlýta lögunum og því er búst við bréfi frá Johnson til ESB á næstunni.

Hins vegar hefur Boris Johnson gefið út að hann stefni áfram á útgöngu Breta úr ESB þann 31. október. Því er ekki von á því að Johnson vilji semja við ESB um að fresta útgöngu frekar, jafnvel þó hann leggi fram formlega beiðni þess efnis.

Búist er við að Johnson muni reyna á ný að fá í gegn atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn eftir helgi, líkla á þriðjudaginn.