Tæplega milljón rúmmetrar af skólpi eru taldar hafa farið út í sjóinn við Faxaskjól vegna bilunar í neyðarloku, sem kom til af því að ekki var notað ryðfrítt stál í viðgerð árið 2014. Svipaðan búnað þarf að skoða í framhaldinu við Hörpu og mun því óhreinsað skólp leka þar út á meðan að því er Fréttablaðið greinir frá.

Árið 2014 var skipt um opnunarbúnað á neyðarlúgum, bæði við Faxaskjól og á milli Hörpu og Sólfarsins, en ástæða bilunarinnar við Faxaskjól er að ekki var notað ryðfrítt stál í legur í opnunarbúnaðinum þar. Leiddi það til þess að í rúmar fimm vikur lak óhreinsað skólp út í sjóinn við Faxaskjól eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um .

Þar sem gert var við neyðarlúguna við Hörpu á svipuðum tíma er talin ástæða til að skoða búnaðinn við hina lúguna líka. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, til stjórnar Orkuveitunnar.