OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, og Rússland hafa tekið þá ákvörðun að auka framboð af olíu um eina milljón tunna á dag. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Ákvörðunin var tekin til að bregðast við mikilli hækkun olíuverðs undanfarið. Ákvörðunin er ákveðinn viðsnúningur í stefnu OPEC sem hafa verið að draga úr framboði á olíu frá því í ársbyrjun 2017.

Olíuverð hefur lækkað um 2% í dag, frá því að greint var frá ákvörðuninni.