Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, hefur keypt fyrir 400 milljónir í Dagsbrún, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 80.055.103 á genginu 5. Hún á 148.673.763 hlut eftir viðskiptin.

Þann 15. september keypti Þórdís ásamt Gunnari Smára Egilssyni, fyrrum forstjóra Dagsbrúnar og Árna Haukssonar, stjórnarmanns í félaginu fyrir um 2,5 milljarða í Dagsbrún. Liðlega 40% þeirra kaupa, m.v. markaðsvirði, er uppgjör á framvirkum samningum og er gengi í þeim viðskiptum frá 4,64 og upp í 5,55.