Origo hækkaði um nær 5,5% í Kauphöllinni í dag en voru mikil viðskipti með bréfin eða fyrir 49 milljónir króna. Töluvert meiri viðskipti voru með bréf í Símanum eða fyrir 450 milljónir króna en félagið hækkaði næst mest um 2,7%. Þá hækkuðu bréf Heimavalla um 2,6% í viðskiptum fyrir 333 milljónir.

Aðeins hlutir í þremur félögum lækkuðu í dag. Mest Icelandair eða 3,2% í viðskiptum fyrir 50 milljónir króna. Þá Eimskip um 3% en þetta er annan daginn í röð sem Eimskip lækkar umtalsvert og nemur lækkunin í vikunni 6%. Samherji er stærsti hluthafinn Eimskip og má leiða líkum að því að vandræði sjávarútvegsrisans fyrir norðan kunni að hafa áhrif á markaðsverðmæti félagsins.

Loks lækkaði Iceland Seafood um rúmt prósent í viðskiptum fyrir 33 milljónir króna.

Velta á markaði með skuldabréf nam 5,5 milljörðum króna þar af voru mest viðskipti með RISK 25 fyrir 1,3 milljarða og hækkaði krafan um 11 punkta.