Eftir lokun viðskipta í kauphöll Nasdaq Iceland í gær stóð Úrvalsvísitalan í 1.774,53 stigum.

Mest viðskipti voru með bréf Marel, eða fyrir 311 milljónir en bréf félagsins lækkuðu um 0,27% og standa þau nú í 376,00 krónum.

Næst mest viðskipti voru með bréf Haga, eða fyrir 246 milljónir en bréfin hækkuðu jafnframt mest í fyrirtækinu eða um 1,18%, upp í 43,00 krónur.

Mest lækkun var á bréfum Origo, áður Nýherja, eða um 5,06% í þó einungis 48 milljóna króna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær leystu nokkrir helstu stjórnendur félagsins út kauprétti sína fyrir mánaðamót.