Ásdís Gíslason, sem starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Orku náttúrunnar, hefur nú tekið við sem kynningarstjóri HS Orku. „Ég sé um hinar ýmsu hliðar markaðsog kynningarstarfs, meðal annars að kynna þetta flotta fyrirtæki sem ég vinn hjá. Maður er með frekar marga hatta, sem mér finnst frá- bært. Ég sé meðal annars um uppbyggingu á vörumerkinu, vefinn, samfélagsmiðla, og samfélagslega ábyrgð, sem er eitt af áhugamálum mínum,“ segir Ásdís. Áður starfaði Ásdís hjá Orkuveitunni og Orku náttúrunnar í markaðsstarfi. „Ég byrjaði 2007 hjá Orkuveitunni og frá 2012 var ég markaðsstjóri þar. Svo var ég markaðsstjóri hjá Orku náttúrunnar þar sem ég var að búa til og byggja upp það vörumerki. Það var stóra verkefnið þar,“ tekur hún fram.

Það sem Ásdísi þykir hvað best við starfið er fjölbreytnin sem í því felst. „Þó maður sé búinn að skipuleggja daginn á einhvern ákveðinn hátt, þá endar hann oft allt öðruvísi. Þetta er umhverfi þar sem hlutirnir þurfa að gerast hratt og það hentar minni skapgerð best. Það er svo gaman að vinna í orkumálum, það er svo margt sem er í gangi,“ tekur Ásdís fram.

Í stuðningsliði íslenskrar orku

Ásdís segir það hafa komið sumum vinum hennar nokkuð á óvart þegar hún fór að vinna í markaðsmálum fyrir orkufyrirtæki. „Fyrst þegar ég byrjaði fannst fólk stórfurðulegt að það þyrfti markaðsdeild fyrir orkufyrirtæki, þar sem að þetta er óá- þreifanleg vara. En það er áskorunin, að koma því til skila að þetta séu lífsgæði og að þetta sé eitthvað sem allir þurfa á að halda. Og búa einmitt til þá frábæru ímynd og koma til skila hvað við erum heppin að vera með þessa grænu og umhverfisvænu orku, þetta eru forréttindi. Ég er í stuðningsliði íslenskrar orku og ég þreytist ekki á því að tala um orkumál,“ segir Ásdís.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .