Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, hefur áhyggjur af því að vinnuslysum fjölgi vegna efnahagsuppgangs í íslensku samfélagi. Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið segir að á uppgangstímum fyrir efnahagshrunið árið 2008 fjölgaði vinnuslysum fjölgað mjög.

Nokkur banaslys hafa orðið í sumar. Kristinn segir að Vinnueftirlitið merki ekki enn fjölgun slysa, en hann nefnir að í uppgangi geti tilkynningum um slys fækkað. Kristinn óttast enn fremur að erlendir starfsmenn hafi ekki eins mikla vitneskju og innlendir um réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði.