„Þetta var orðið full langt gengið og með því að stíga hliðar er ég að vona að sú umræða geti róast eitthvað,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í viðtali við Vísi þar sem hann svaraði fyrir þær ásakanir sem á hann og fyrirtækið hafa verið í bornar.

Spurður hvaða honum hafi blöskrað svaraði Þorsteinn: „Þegar fólk á farið að krefjast þess að eignir félagsins verði kyrrsettar. Það þýðir að fólk að krefjast þess að rekstur fyrirtækisins verði stöðvaður.“

Þorsteinn svaraði ekki beint spurningum um sekt eða sakleysi í málinu heldur vísaði í þá innri rannsókn sem nú standi yfir á starfsemi félagsins í Samherja. Rannsóknin, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein, muni leiða hið rétt í ljós. Hann sagði þó að „ekki rétt að tugir milljarðar hefðu verið fluttir frá Afríku“ og reikningar starfseminnar í Namibíu muni sýna það þegar þeir verða birtir opinberlega.

Þorsteinn var spurður um hvað hafi breyst sem valdi því að hann stígi til hliðar nú frá því Samherji sendi frá sér tilkynningu á gær þar sem skuldinni hafi verið skellt á Jóhannes Stefánsson, fyrrum starfsmann Samherja og heimildarmann Kveiks og Stundarinnar.

„Við skelltum ekkert allri skuld á Jóhannes. Við vorum bara að segja það að við vékum honum úr starfi vegna þess að það voru gerðir hlutir sem við vorum ekki sammála. Við erum bara að benda á að það eru kannski fleiri hliðar á þessu máli. Ég endurtek bara, þessi alþjóðlegalögmannsstofa mun fara ofan í kjölinn á þessu og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson.