Uppi hefur verið talsverð pólitísk óvissa hér á landi á síðustu misserum. Talsverðar líkur eru á því að óvissa um stjórn efnahagsmála gæti haft neikvæð áhrif á erlenda fjárfestingu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins , þar var rætt við hina ýmsu greiðendur.

Að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, getur óvissa í stjórnmálum dregið tímabundið úr áhuga erlendra aðila á að fjárfesta á Íslandi. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, tók í sama streng og tók fram að: „Óvissa er alltaf slæm, hvort sem hún er pólitísk eða af öðrum toga. Ef hér mun ríkja óvissa til langs tíma þá getur hún hæglega komið niður á fjárfestingu og þar með haft neikvæð áhrif á vöxtinn í hagkerfinu“.

Rætt var við þau vegna þess að ríkisstjórnin féll fyrir tæpri viku síðan eftir að hafa setið í 247 daga. Síðustu þrjár ríkisstjórnir hafi sprungið vegna innbyrðis deilna á síðastliðnum átta árum.