Eins og greint var frá fyrr í dag þá hefur flugvél Wow air, TF-PRO, verið kyrrsett í Kanada , að beiðni eiganda flugvélarinnar. Sami aðili á þotuna TF-NOW sem WOW air hefur framleigt í önnur verkefni í vetur.

Samkvæmt opinberum gögnum átti vélin að fljúga frá Santa Clara á Kúbu til Miami kl. níu um morgun í dag á staðartíma. Fluginu hefur verið frestað um fjórar klukkustundir og 45 mínútur og er því áætluð brottför nú 13:45 á staðartíma.

Túristi greinir frá því að umrædd vél hafi verið kyrrsett, en Wow air hefur ekki svarað fyrirspurn Viðskiptablaðsins um ástæðu þess að fluginu hafi seinkað.