Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, fjárfestingafélags, hefur á undanförnum vikum keypt um 20 milljón hluti í Icelandair en það jafngildir um 0,4% eignarhlut. Nú er félag í hans eigu, Sólvöllur ehf., orðinn tólfti stærsti hluthafi félagsins með 1,68% hlut. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Pálmi er nú stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair en hann sat áður í stjórn fyrirtækisins árin 2003 og 2004. Stærstu hluthafar félagsins eru hins vegar bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital með 13,71% og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem á um 12%.