Pítsakeðjan Papa John hefur tekið þá ákvörðun að lækka verð á vörum sínum á þessu ári samhliða því að fjármagna markaðsstarf fyrirtækisins. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Reuters .

Þessi tilkynning hjá fyrirtækinu kemur í kjölfarið á því að það kom í ljós að sölutölur keðjunnar í Norður-Ameríku hefðu lækkað um 10,5% og búist sé við áframhaldandi lækkunum.

Stofnandi fyrirtækisins John Schnatter sagði af sér stjórnarformennsku síðastliðinn júlí eftir að upp komst að hann hafi verið með kynþáttafordóma á símafundi hjá fyrirtækinu.