Fyrir um áratugi síðan sátu margir Íslendingar límdir yfir raunveruleikaþættinum Simple Life, þar sem að stöllurnar Paris Hilton og Nichole Ritchie þurftu að aðlagast einfaldari lífsstíl en þær höfðu fengið að kynnast. Fæstum hefði þá grunað að Hilton myndi, 10 árum síðar taka þátt í gjaldmiðlaútboði (e. Initial Coin Offering - ICO) fyrirtækisins LydianCoin Pte Ltd. Um málið er fjallað í frétt Bloomberg .

Fyrirtækið sérhæfir sig í rafmyntum og er rekið af fyrirtækinu Gravity4 Inc. Slík útboð eru byggðar á bálkakeðjum (e. blockchain) svipaðar og tækninni sem er notuð í rafmyntinni bitcoin. Ekki eru allir eins spenntir yfir slíkum gjaldmiðlaútboðum og raunveruleikastjarnan, en nýverið þá bönnuðu kínversk stjórnvöld slík gjaldmiðlaútboð. Viðskiptablaðið gerði b álkakeðjur nýverið að umfjöllunarefni sínu en þær eru grunntækninsem rafmyntin Bitcoin er reist á, en þær eru dreifð og tímaröðuð færsluskrá, sem er aðgengileg öllum og geymd í heild sinni. Tæknin er í eðli sínu mun hraðvirkari, skilvirkari, öruggari og síður hætt við villum en hefðbundnar greiðslujöfnunaraðferðir.

Stórstjarnan Hilton kvaðst full tilhlökkunar að taka þátt í útboðinu á rafmyntinni Lydian Coin - en tók þó sérstaklega fram á Twitter að tístið væri ekki auglýsing.