Pinterest, sem heldur úti samnefndum samfélagsmiðli, ætlar sér að kaupa Instapaper. Instapaper er app sem gerir notendum sínum kleift að vista greinar, til þess að lesa þær síðar.

Með yfirtökunni ætlar Pinterest að nýta sér tækni Instapaper, en félagið býr yfir mikilli sérþekkingu á því hvernig eigi að mæla með efni fyrir notendahópa. Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, hefur Pinterest ekki viljað opinbera upphæð tilboðsins.

Gera má ráð fyrir að upphæðin sé umtalsverð, þar sem Pinterest er metið á ríflega 11 milljarða dali. Fyrirtækið var stofnað í marsmánuði 2015 og hefur náð að sanka að sér 100 milljón notendum.

Instapaper var stofnað áirð 2008 af Marco Arment, sem er einnig þekktur sem meðstofnandi Tumblr. Hann taldi fólk vilja fá betra tól, til þess að vista greinar og pistla, sem það hefði ekki tíma til þess að lesa.