Í nýlegri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 15 til 22 júlí mældust Píratar með 26,8% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkur landsins og mælist nú með 24,0% fylgi, borið saman við 25,3% fylgi í síðustu könnun.

Vinstriflokkarnir hafa að mestu dalað. Vinstri grænir mælast nú með 12,9% borið saman við 18,0% í seinustu könnun. Samfylkingin mælist með 8,4% fylgi, en það er 2,5% lægra en í seinustu könnun. Björt framtíð hefur aftur á móti bætt við sig heilu prósentustigi frá seinustu könnun og mælist með 3,9%.

Viðreisn hefur verið að sækja í sig veðrið og mælist nú með 9,4% fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist svo með 8,4%. Allir aðrir flokkar mælast undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er því 33,9%.