Lítillegur samdráttur varð í auglýsingatekjum fjölmiðla milli áranna 2016 og 2017, ef marka má nýlegt yfirlit Fjölmiðlanefndar um ráðstöfun stærstu birtingarhúsa á auglýsingafé. Árið 2017 ráðstöfuðu helstu birtingahús á Íslandi auglýsingafé fyrir um 5,4 milljarða króna, en árið 2016 keyptu sömu birtingahús auglýsingar fyrir liðlega 5,5 milljarða króna.

Ljósvakamiðlar og netmiðlar - innlendir sem erlendir - auka heldur hlutdeild sína á auglýsingamarkaði en prentmiðlar gefa hlutfallslega eftir samkvæmt þessum tölum. Á hitt ber þó að líta að margar auglýsingar er keypt beint af miðlunum og ekki gefið að hlutföllin þar séu hin sömu og hjá birtingarhúsunum.