Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma hefur alla burði til að tvöfalda árstekjur sínar upp í 10 milljarða evra í framtíðinni, að sögn Bjorn Gulden, forstjóra félagsins. Reuters greinir frá.

Forstjórinn segir sölutölur á þriðja ársfjórðungi þessa árs lofi góðu. Hann kveðst bjartsýnn fyrir áframhaldandi velgengni á fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að Puma hafi glímt við áskoranir á borð við lokun verksmiðja í Víetnam undanfarið.

Þá hefur skortur á gámum í skipaflutningum á heimsvísu einnig lagt stein í götu Puma, en þrátt fyrir það er engan billbug að finna á Gulden.