Breska sterlingspundið hefur veikst í morgun, bæði fyrir og í kjölfar ákvörðunar breska Hæstaréttarins um það að breska ríkisstjórnin verður að fá samþykki þingsins ef Bretar hyggist ganga út úr Evrópusambandinu. Frá þessu greinir Bloomberg .

Pundið var metið á 1,2438 dollara í kjölfar úrskurðarins og lækkaði um 0,6 prósentustig stuttu eftir og var því metið á 1,2465 dollara.