Forseti Rússlands, Vladimir Putin, segist hafa áskotnast meiri upplýsingar sem sýni að Tyrkir grönduðu herþotunni til að vernda olíuflutninga ISIS yfir landamærin til Tyrklands.

„Við höfm fengið upplýsingar að olía úr olíubrunnum sem eru undir stjórn ISIS er flutt yfir landamærin til Tyrklands í miklu magni,“ sagði Putin en hann er nú á loflagsráðstefnunni í París. „Við höfum ástæður til að halda að herþotunni hafi verið grandað til að vernda þessa olíuflutnigna“

Putin tilkynnti einnig að herþotur sem væru á vegum Rússlands í Sýrlandi myndu nú hafa loftvarnar-flugskeyti sem Putin segir að séu í sjálfsvörn.

Forsætisráðherra Tyrklands segir ríkisstjórnina ekki munu biðjast afsökunar á því að hafa skotið niður herflugvél Rússa á dögunum. „Vernd tyrkneskrar lofthelgi er ein af okkar brýnustu varnarskyldum,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands í ræðu í dag. „Her okkar vann sína vinnu, og engin þjóð getur krafist afsökunar okkar fyrir að sinna okkar störfum.“