Það sem af er ári hafa 1.013 nýir rafbílar verið nýskráðir samkvæmt gögnum Samgöngustofu . Bílar frá Tesla vega um 45% af nýjum rafmagnsbílum en 458 nýskráðir rafmagnsbílar koma frá þeim.

Þrátt fyrir að innan við fimm mánuðir séu liðnir af árinu hafa aldrei verið fleiri nýir rafbílar nýskráðir á einu ári. Í fyrra voru þeir slétt eitt þúsund, en árlegur fjöldi nýskráninga hefur ríflega fjórfaldast frá árinu 2016.

Af nýskráðum fólksbifreiðum á árinu flokkast flestar sem rafbílar, alls 942, en nýskráðir bensínknúnir fólksbílar eru 577 og dísilknúnir 675. Þá eru nýskráðir tengiltvinnbílar 536 og hefðbundnir tvinnbílar 408, samtals 944.