Markaðsmennirnir Ari Steinarsson og Ragnar Árnason stofnuðu í desember sl. markaðstorg fyrir rafræn gjafabréf frá fjölda fyrirtækja í gegnum app sem nefist YAY. Það hefur verið nóg að gera hjá YAY frá stofnun og YAY selur gjafabréf nú frá yfir 70 fyrirtækjum.

Appið er fyrst og fremst hugsað fyrir notendur, þ.e. eigenda gjafabréfa. Notendur YAY geta keypt, sent með myndbandskveðju eða selt gjafabréfið til annarra notenda YAY allt innan appsins, þannig að gjafabréf enda alltaf í réttum höndum að sögn Ara framkvædmastjóra YAY.

„Notendur YAY geta skipt gjafabréfum sem þeim líkar yfir í gjafabréf sem þeir elska. Einnig er mikil neytendavernd í YAY og má taka sem dæmi gjafabréf WOW þar sem þó nokkuð margir urðu af fjármunum þegar WOW fór í þrot, en ef samstarfsaðili hættir eða verður gjaldþrota er auðvelt að færa inneign yfir á annan samstarfsaðila,“ segir Ari.

„Á tímum sem þessum þar sem fólk er í sóttkví og samkomubann er við lýði, þá er YAY appið sniðug lausn. Með YAY getur þú gefið gjafabréf í gegnum síma og látið myndandskveðju fylgja, allt stafrænt.

Nú vinnur fólk heima, tekur fjarfundi og getur nú gefið snertilausar gjafir sem eru samt persónulegar og skemmtilegar. Þótt búið að aflýsa veislum um óákveðinn tíma vill fólk kaupa afmælis- og fermingargjafir og gleðja þannig vini og vandamenn.“