Hagnaður útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Rammi hf. á Siglufirði og Þorlákshöfn jókst um 41% á síðasta ári, fór úr 6,4 milljónir evra í 9,2 milljónir evra, eða sem samsvarar tæplega 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Eigið fé félagsins jókst um 12% á árinu, fór úr 66,2 milljónum evra en það nam í árslok 74,1 milljón evra eða sem samsvarar 10,5 milljörðum króna. Á sama tíma lækkuðu skuldirnar, fóru úr 72,7 milljónum evra í 66,1 milljón evra, en þrátt fyrir það jukust heildareignirnar eilítið og námu 140,2 milljónum evra, eða 19,9 milljörðum íslenskra króna um síðustu áramót.

Ólafur Helgi Marteinsson er framkvæmdastjóri félagsins, en stærstu hluthafinn Marteinn Haraldsson ehf. en aðrir stórir hluthafar eru Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon.