Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 3,4% í tæplega 100 milljón króna viðskiptum í dag. Bréf félagsins hafa verið á niðurleið síðan það birti afkomuviðvörun snemma í þessum mánuði.

Þá lækkaði Marel um 3,1% í yfir milljarð króna viðskiptum, þrátt fyrir gott ársfjórðungsuppgjör í gær, eins og sagt var frá fyrr í dag .

Öll 3 tryggingafélögin lækkuðu, en þó fyrst og fremst Sjóvá, um 3,2% í 220 milljón króna viðskiptum, og VÍS, um 2,2% í 350 milljón króna viðskiptum, en VÍS tilkynnti um útgreiðslu til hluthafa í gær.

Af þeim 14 félögum sem hreyfðust hækkuðu aðeins 4 þeirra, og ekkert að ráði. OMXI8 hlutabréfavísitalan lækkaði því um 2,23%.