Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,28% það sem af er degi en flest félög hafa lækkað eftir hækkanir gærdagsins. Aðeins eitt fyrirtæki hefur hækkað en það er Nýherji.

Mestar lækkanir hafa verið á gengi N1. Fyrirtækið hefur lækkað um 2,71% og það í 484 milljón króna viðskiptum. Icelandair hafa þá hrist af sér 2,61% í 210 milljón króna viðskiptum.

Skeljungur hefur einnig lækkað og það um 1,82% í 40 milljón króna viðskiptum.

Tryggingafélögin sem tóku hressilega hækkun í gær hafa þó varla hreyfst. TM og VÍS hafa haldist óbreytt það sem af er degi. Sjóvá hefur lækkað um 0,26% í aðeins 4 milljón króna viðskiptum.