Töluvert meira var um rauða liti í kauphöllinni en græna í dag. Icelandair lækkaði mesta allra skráðra félaga annan daginn í röð en bréf félagsins lækkuðu um 1,8% í dag. Bréf félagsins standa nú í 1,63 krónum á hlut.

Origo lækkaði næstmest í dag eða um 1,3% og eru bréf félagsins nú í 49,15 krónum á hlut. Þá lækkuðu bankarnir þrír allir í dag. Íslandsbankinn var þar í fararbroddi og lækkaði um 0,93%, Arion lækkaði um 0,3% og Kvika lækkaði um 0,2%.

Á hinum enda kauphallarinnar var Síldarvinnslan, en félagið hækkaði töluvert í dag, eða um 3,6%. Fyrr í dag fjallaði Viðskiptablaðið um að lífeyrissjóðirnir hafa verið duglegir við að auka hlutdeild sína í félaginu frá skráningu þess á markað .

Þá er Eimskip enn á blússandi siglingu, en félagið hækkaði um 3% í dag. Þá siglir Brim lygnan sjó, en félagið hækkaði um 1,7% í dag.