Rekstrartekjur Regins voru 7.282 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins 2019 og jukust leigutekjur um ríflega fjórðung miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir var 4.999 milljónir króna samanborið við 3.746 milljónir á síðasta ári.

Hrein fjármagnsgjöld voru 3.850 milljónir króna miðað við 2.843 milljónir króna fyrstu níu mánuðina 2018. Heildarhagnaður tímabilsins frá 1. janúar 2019 til 30. september sl. var 3.515 milljónir króna samanborið við 2.268 milljónir í fyrra.

Matsbreyting fjárfestingareigna var jákvæð um 3.258 milljónir króna og var bókfært virði fjárfestingareigna í lok september 138.000 milljónir króna miðað við 128.863 milljónir í lok síðasta árs. Fjárfestingar á tímabilinu voru 4.259 milljónir króna. Í skýringum við matsaðferðir á gagnvirði fjárfestingareigna segir að „ákvörðun á gangvirði fjárfestingareigna er byggt á forsendum sem háðar eru mati stjórnenda á þróun ýmissa þátta í framtíðinni. Raunverulegt gangvirði kann að vera frábrugðið þessu mati“.

Vaxtaberandi skuldir voru 82.962 milljónir króna í lok tímabilsins og hækkuðu úr 80.488 milljónum á sama tíma í fyrra. Skuldir voru samtals 96.900 milljónir í lok september miðað við 90.853 milljónir í lok desember 2018.

Eiginfjárhlutfall er 31,7%