Annan daginn í röð var nokkuð dimmt yfir kauphöllinni. 13 af 20 félögum á aðalmarkaði lækkuðu í dag, fimm stóðu í stað og tvö hækkuðu.

Reitir lækkuðu mest allra skráðra félaga á aðalmarkaði kauphallarinnar í dag, um 2,7%. Frá fyrsta viðskiptadegi kauphallarinnar á þessu ári hafa bréf félagsins lækkað um 5,3% eða úr 75 krónum í 71 krónu.

Vís lækkaði næstmest eða um 2,1%. Bréf félagsins standa nú í 18,25 krónum. Frá sama tíma í fyrra hafa bréf félagsins þó hækkað um 76,7%. Hagar komu þar á eftir, en bréf félagsins lækkuðu um 1,9% í dag og eru bréf félagsins nú í 61,8 krónu á hlut.

Á First North markaðnum ber helst að nefna að Kaldalón hækkaði um 3% í 70 milljóna króna veltu en félagið hyggur á aðalmarkað kauphallarinnar á næsta ári . Þá lækkaði flugfélagið Playu um 3,2% í 65 milljóna króna veltu og standa bréf félagsins nú í 21,2 krónum.