Veitingastaðurinn Greifinn skilaði 1,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en hagnaður ársins 2017 nam 3,9 milljónum króna. Veitingasala nam 550 miljónum króna og hækkar um 55 milljónir króna milli ára.

Rekstrargjöld hækkuðu úr 487 milljónum króna í 532 milljónir króna milli ára. Munaði mest um að launakostnaður hækkaði úr 208 milljónum í 235 milljónir króna. Stöðugildum fjölgaði úr 35 í 38 milli ára.

Handbært fé frá rekstri hækkaði úr 20 milljónum í 40 milljónir króna milli ára. Eignir Greifans námu 202 milljónum króna um áramótin, skuldir 191 milljón og eigið fé 11 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var því 5% um áramótin. Greifinn er í eigu Arinbjarnar Þórarinssonar og Natten ehf.