Uber tapaði 1,8 milljarði dollara á öðrum fjórðungi ársins, andvirði 245 milljarðar króna. Rekstrartap félagsins (EBITDA) nam 836 milljónum dollara, andvirði 114 milljarða króna. Félagið tapaði 5,2 milljörðum dollara á öðrum ársfjórði 2019.

Rekstur Uber var í raun tvískiptur. Annars vegar drógust bílferðir félagsins saman um 73%, sökum áhrifa af veirufaraldrinum, og hins vegar jókst heimsendingarþjónusta þess, Uber Eats, um 113%. Umfjöllun á vef Market Watch.

Í heildina drógust tekjur Uber saman um 29% og námu 3,17 milljörðum króna, um 431 milljarður króna. Tekjur Uber Eats voru um þriðjungur af heildartekjunum. Félagið hyggst leggja enn meiri áherslu á heimsendingarþjónustu sína með kaupum á PostMates.

Hlutabréf Uber hafa hækkað um 4,5% það sem af degi og er félagið metið á um 60 milljarða dollara, um 8.155 milljarða króna.