Um miðjan október var tilkynnt um að kröfuhafar Reykjaneshafnar hefðu samþykkt greiðslufrest og kyrrstöðutímabil þangað til 30 nóvember, en sá frestur rann út í gær. Viðræður við kröfuhafa hafa staðið yfir en ekki náðust samningar fyrir tímarammann. Kröfuhafar og Hafnarstjórn Reykjaneshafnar hafa því komist að samkomulagi um að framlengja greiðslufrestinn og kyrrstöðutímabilið til og með 15. janúar 2016.

Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um fjármál Reykjaneshafnar en í samtali við Viðskiptablaðið í gær sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar að hann væri bjartsýnn um að samningar myndu nást í gær. Hann sagði þó að þetta gæti ennþá fallið á hvorn veginn sem er.

Um miðjan október blasti við greiðslufall við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn en greiðslufrestur var samþykktur á síðustu stundu.